Við byggjum upp bros
Velkomin á Tannlæknastofu SRJ – Við veitum alhliða tannlæknaþjónustu fyrir alla fjölskylduna með nýjustu tækni í notalegu og aðgengilegu umhverfi.

Tannlæknastofa SRJ
Markmið okkar á Tannlæknastofu SRJ er að veita vandaða og persónulega tannlæknaþjónustu sem stuðlar að betri munnheilsu og vellíðan. Fagmennska, umhyggja og þægilegt umhverfi eru í fyrirrúmi, þar sem nýjustu aðferðir og tækni eru notaðar til að tryggja skjólstæðingum okkar áreiðanlega og góða þjónustu.
Starfsfólk
Sonja Rut Jónsdóttir
Tannlæknir
Matthildur Kemp Guðnadóttir
Tannlæknanemi
Freyja Rún Hilmarsdóttir
Tannlæknanemi
Andrea Rún Halldórsdóttir
Aðstoðarmaður tannlæknis
Auður Kjartansdóttir
Tanntæknir
Þjónustan okkar
Invisalign
Invisalign er tannréttingaraðferð þar sem notast er við glærar, BPA-fríar skinnur sem eru sérsniðnar að hverjum og einum. Með Invisalign er hægt að leiðrétta skakkar tennur og sumar gerðir bitskekkju á áhrifaríkan og þæginlegan hátt.
Endilega bókaðu þig í fría ráðgjöf sem felst í því að tekið er munnskann (þrívddarskann) af gómunum þínum og nokkrar ljósmyndir til að meta hvort Invisalign sé rétta lausnin fyrir þig.
Neyðarþjónusta
Ef þú ert með tannverk, brotna tönn eða bólgu/sýkingu, leggjum við okkur fram við að leysa vandann eins fljótt og mögulegt er með markvissri og vandaðri meðferð.
Barnatannlækningar
Mikilvægt er að fyrstu heimsóknir barna til tannlæknis séu jákvæðar og skapi traust. Mælt er með að börn komi í fyrsta sinn til tannlæknis um þriggja ára aldur – en fyrr ef grunur er um eitthvað óeðlilegt.
Verðskrá
Hér fyrir neðan er viðmiðunargjaldskrá
Fyrirbyggjandi meðferðir
- Almennt eftirlit *28.100 kr
- Tannhreinsun18.900 kr
- Flúorlökkun13.500 kr
- Barnatannlækningar3.500 kr á ári
- Skoðun, áfangaeftirlit8.600 kr
- Röntgen5.500 kr
* Skoðun, tannhreinsun og 2x röntgenmyndir
Viðgerðarmeðferðir
- Plastfylling27.500 - 39.900 kr
- Rótfylling37.500 - 55.500 kr
- Gúmmídúkur2.950 kr
- Deyfing4.320 kr
- Tannúrdráttur – venjulegur29.900 - 35.500 kr
- Flóknari tannúrdráttur38.500 - 50.000 kr
Fegrunaraðgerðir
- Invisalign650.000 - 750.000 kr
- Postulínsheilkróna210.000 kr
- Gervitennur, báðir gómar610.000 kr
- Tannhvíttun í stól46.000 kr
- Tannhvíttunarskinnur45.000 kr
- Tannskraut8.500 kr
- Viðbótar skrautsteinn2.500 kr
Við erum með samning við Sjúkratryggingar og vinnum eftir þeirri gjaldskrá fyrir born , aldraða og öryrkja.
Börn yngri en 18 ára fá fulla endurgreiðslu að undanskildu 3500 kr árlegu árgjaldi.. Aldraðir og öryrkjar fá 75% endurgreiðslu af viðmiðunargjaldskrá Sjúkratrygginga.
Verðskrá Sjúkratrygginga fyrir born , öryrkja og ellilífeyrisþega má finna hér -https://island.is/s/sjukratryggingar/gjaldskra-og-botafjarhaedir
Verð eru áætluð og geta verið breytileg eftir hverju tilfellli. Við hlökkum til að taka á móti þér.
Staðsetning okkar
Við erum staðsett á þægilegum stað í Síðumúla 15, með góðu aðgengi og bílastæðaaðstöðu.
Bókaðu tíma
Bókaðu tannlæknatíma í dag. Við hlökkum til að hjálpa þér að ná heilbrigðu, fallegu brosi.
Við bjóðum nýja viðskiptavini velkomna!
